Starfsemi
& dótturfélög

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem öll eiga sér rótgróna sögu á Íslandi sem rekja má allt aftur til fyrri hluta síðustu aldar. Þau byggja starfsemi sína á sterkri gæða- og þjónustuvitund enda mynda þau saman hornstein í íslenskum byggingariðnaði þar sem miklar kröfur eru gerðar til gæða og endingar íslenskra mannvirkja.

Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og er markvisst unnið að lausnum sem hafa jákvæðari umhverfisáhrif. 

BM Vallá var stofnað árið 1956 og rekur í dag fjölbreytta starfsemi víða um land. Við Ártúnshöfðann í Reykjavík eru höfuðstöðvar fyrirtækisins, steypustöð, helluverksmiðja og smáeiningaframleiðsla.

Á Breiðhöfða, ásamt múrverslun og lager fyrir hellur, garðeiningar og múrvörur. Á Bíldshöfða er verkstæði fyrirtækisins, ásamt tækni- og gæðadeild og í Garðabæ er starfrækt múrverksmiðja. Fyrirtækið starfrækir tvær rannsóknarstofur þar sem umfangsmiklar gæðarannsóknir fara fram.

Á Akranesi er steypustöð og einingaverksmiðjan Smellinn sem framleiðir Smellinn húseiningar. Á Reyðarfirði er einnig starfrækt steypustöð og vöruafgreiðsla. 

Fara á vefsíðu

Björgun var stofnuð 11. febrúar 1952. Reksturinn snerist í upphafi um björgun strandaðra skipa og er nafn félagsins þannig til komið. Fyrsta verkefni félagsins var að vinna að niðurrifi flutningaskipsins Clam sem strandað hafði á Reykjanestá. Meðal stofnenda félagsins var Kristinn Guðbrandsson en hann var helsti sérfræðingur landsins í björgun strandaðra skipa og í raun þjóðsagnapersóna fyrir þau afrek. Kristinn var fyrsti forstjóri félagsins og stýrði því farsællega um áratugaskeið.

Björgun sækir möl og sand til fylliefnaframleiðslu í steypu og mannvirkjagerð af ýmsu tagi, vinnur efnið og afgreiðir til verktaka og stærri kaupenda. Fyrirtækið rekur einnig fylliefnanámu í Lambafelli á Hellisheiði.

Björgun er verktaki á sviði hafnardýpkana og notar til þess bæði dæluskip og gröfupramma.

Fara á vefsíðu

Allt frá landnámstíð olli það vandkvæðum á Íslandi að ekki var til nægilega auðnotað varanlegt byggingarefni í landinu. Bygging Sementsverksmiðju ríkisins og góð framleiðsla hennar hefur átt drjúgan þátt í því að efla og auka varanlega mannvirkjagerð, svo sem húsbyggingar, hafnarmannvirki, vegi og ótalmargt annað, sem stuðlar að betra lífi og afkomuöryggi fólksins í landinu.

Sementsverksmiðjan var byggð á Akranesi á árunum 1956 til 1958 og þar var framleitt sement til ársins 2012. Í dag flytur Sementsverksmiðjan inn sement frá Noregi.

Fara á vefsíðu