Starfsemi
& dótturfélög
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem öll eiga sér rótgróna sögu á Íslandi sem rekja má allt aftur til fyrri hluta síðustu aldar. Þau byggja starfsemi sína á sterkri gæða- og þjónustuvitund enda mynda þau saman hornstein í íslenskum byggingariðnaði þar sem miklar kröfur eru gerðar til gæða og endingar íslenskra mannvirkja.
Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og er markvisst unnið að lausnum sem hafa jákvæðari umhverfisáhrif.