Starfsfólk
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. er móðurfélag Björgunar, BM Vallá og Sementsverksmiðjunnar. Félagið sér um fjármál og bókhald, þar með talið reikningagerð, innheimtu, greiðslur reikninga, tölvuumsjón, starfsmannamál og innkaup fyrir dótturfélögin. Hjá félaginu starfa að jafnaði 14-15 manns. Aðsetur félagsins er við Bíldshöfða 7 í Reykjavík.